Færsluflokkur: Menntun og skóli

Samfélagsfræði

Ég og bekkurinn vorum að læra um árin í Íslendingasögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var Piningsdómur en hann var nefndur eftir Diðrik Pining.Snemma árs 1490 gerði Hansamenn og Danakonungur samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Englendingar þurftu aðeins að greiða skatta og fá sér siglingarleyfis hjá konungi á sjö ára fresti til að standa við samninginn.Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst merkilegastur hét Ísleifur Gissurarson en hann var í Skálholtsbiskupsdæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að Ísleifur Gissurarson var fyrsti biskup Íslendinga, árin 1056–1080. Hann var vígður árið 1056 af Aðalbirni erkibiskupi í Brimum. Með vígslu Ísleifs varð Ísland tekið í tölu menningarþjóða og ruddi kirkjan siðmenningunni braut.                                   

                    


Reykir

það var gg á Reykjum. Klikkaðslega gaman. Cool


Jarðvísindi

Kennararnir skiptu 6 bekk í 3 hópa sem hétu enska, jarðfræði og stjörnufræði. Ég byrjaði í stjörnufræði og lenti í hóp með Ísabellu. Við byrjuðum á að hugsa hvernig við ætluðum að gera á plakatið þá föttuðum við að gera Merkúríus. Hún gerði plakatið en ég gerði mini eftirhermu að veröldinni okkar. Þetta kom mjög vel út og við gerðum mjög flotta kynningu. Næst fórum við í jarðfræði og ég lenti í hóp með frænda mínum Viktor. Við byrjuðum á því að finna okkur fjall sem við ætluðum að vinna með og við vorum sammála um að Hekla væri rétta fjallið. Þegar við byrjuðum á að læra á powerpoint sem Anna kenndi okkur. Næst fórum við í tölvur og gerðum um Heklu. Ég fékk starfið við að skrifa um Heklu en Viktor fékk að velja myndir af Heklu. Hér er myndbandið okkar.

 

 

 


Hringekja með 5. bekk og 6.bekk

Við höfum verið í hringekju alla þriðjudaga í vetur. Bekkjunum 5. og 6. var skipt í nokkra hópa. Við  staði og lærðum t.d. um Martin Luther King, Ghandi, Píramída og Kína ofl. Ég bara vona að við gerum þetta aftur á næsta ári. Mér fannst ágætt hjá sumum kennurum og mjög fræðandi en ekki öllumCool
Origami-hvalur

Norðurlönd

Við bekkurinn vorum að læra um Norðurlöndin og gerðum tvö verkefni.Eitt var að okkur var skipt í hópa sem mátti velja eitt Norðurland til að fjalla um. Við áttum að reyna aðgera landið það spennandi þannig að  Annu kennara okkar vildi ferðast til landsins. Ég valdi Svíþjóð og lenti í hóp með Hönnu Maggý og Magnúsi Hauk. Við fórum í tölvur og lásum bækur til að fá upplýsingar um landið. Við skiptum verkefnum á milli okkar, Hanna Maggý skrifaði almennt um landið, Magnús Haukur skrifaði höfuðborgina og veðurfar og ég um Astrid Lindgren. Síðan skrifuðum við og settu allar upplýsingarnar á veggspjald sem við gerðum. Þegar þessu var lokið átti ég að velja annað land til að vinna með einn. Við máttum ráða hvort við gerðum annað hvort powerpoint eða movie maker. Ég valdi movie maker og gerði um Noreg. Hér er mitt myndband.

Þemavika 16 - 20 mars!!!!

Við vorum í þemaviku og lærðum um Norður og Suður-Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu. Í öllum heimsálfum byrjuðu kennararnir á kynningu um heimsálfur og svo fórum við að gera verkefni. Það skemmtilegasta verkefnið í Ástralíu var að gera Boomerang útaf því að það var gaman að pússa það. Boomerangið er flöt bogin  spýta en er notuð í að veiða dýr í Ástralíu. Það áhugaverðasta sem ég gerði í Afríku var að dansa fiskidans sem Afríkufólk dansað þegar það kom fiskur í þorpið. það sem gerði í Asíu var að búa til nanbrauð, tala við kínverska sendiráðsherra, læra origami og fræðast um Kína, Japan og önnur lönd í Asíu en það leiðinlegasta sem ég gerði var að fræðast um löndin í Asíu. Það skemmtilegasta sem ég gerði var að fara í hafnabolta í Norður-Ameríku sem er íþrótt. Það eru tvö lið og eitt lið er með kylfu en hitt með bolta og liðið sem er með kylfuna velur einn mann sem á að rykkja kylfunni í boltann en hitt liðið á að velja mann sem á að kasta boltanum. Þegar maðurinn httir boltann þá á hann að hlaupa í allar hafnir sem eru á vellinum en ef hann verðu snertur af boltanum á yrði maður að bíða á höfnini fyrir aftan og svo á næsti maður leik.  svo eftir að 3 menn eru búinn að fá 3 vindhögg þá skipta liðin um stað.hafnabolti Mér fannst þemavika mjög skemtileg vika og mjög áhugaverð og skemmtileg.

Snorra leikrit

Við byrjuðum á því að lesa bókina Snorra saga og gerðum svo verkefni. Við bekkurinn fórum svo til Reykholts að heyra og vita meira um Snorra Sturluson. Presturinn Geir Waage tók á móti okkur og sagði okkur um trú og siði á tíma Snorra. Svo fór hann með okkur í á stað sem Snorri dó. svo sýndi hann okkur stað þar sem Snorragoðorðið var grafið. eftir það fengum við okkur að borða og svo fórum við. Eftir það kláruðum við verkefnin og svo gerum við leikrit um Snorra. Eftir að við gerðum það sýndum við leikritið til 1-3 bekk á þriðjudag 4/3 og svo um kvöldið sýndum við foreldrunum okkar. Það var gaman að leika Ketil kennara Snorra í leikritinu.


hópverkefni

Ég var með Agnesi og Dagbjört í hóp en þær voru kynnar svo ég þurfti að gera þetta allt einn. Ég var svolítið stressaður þegar ég heyrði að ég átti að gera þetta einn. Það var svolítið erfitt þegar ég sá allt fólkið en svo var þetta ekkert erfitt. Þegar þetta var búið þá létti mér við mjög. 


myndbandagerð

Er búinn að gera moviemaker myndband sem er ógeðslega skemmtilegt verkefni. Fyrst átti ég að læra það mælti mín móðir ljóð eftir Egil Skalla-Grímsson sem var svolítið erfitt en þegar ég kunni það var það létt. Næst gerði ég verkefni um Egil Skalla-Grímsson sem var skemmtilegt. Síðan átti ég að gera moviemaker og seta hljóð inná sem er svolítið erfitt en gaman. Nú er ég að eyða tímanum í að gera þetta blog.


Íslenska

Ég gerði ritgerð um hvali, mjög mikil vinna og þetta var mjög fræðandi. Við áttum að velja okkur hval og maður átti að segja hvar hann lifir, hvað hann borðar, hvar hann var veiddur og hvenær hann var friðaður. Ég valdi mér stökkul því að ég vissi að stökklar stökkva svo mikið. Það var gaman og allir höfðu eitthvað að gera. Ég lærði svo mikið að fiskar sem voru fundnir i maga hvals segja að hann hafi farið niður í 500 metra dýpi. Það sem var erfiðast var að finna hvar hann á heima.

« Fyrri síða

Höfundur

Andri Snær Hilmarsson
Andri Snær Hilmarsson

Ég heiti Andri Snær Hilmarsson og er fæddur 1997

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband